Brandugluungar í Lýdó
feykir.is
Skagafjörður
02.07.2010
kl. 08.54
Eyjólfur Þórarinsson á Stoð var í vikunni á ferð um Lýtingsstaðahrepp og rakst þá á þessu gull fallegu uglubörn en um Brandugluunga mun vera að ræða. Um síðustu helgi sá blaðamaður Feykis tignarlega Branduglu veiða sér til matar í Óslandshlíð.
Fleiri fréttir
-
Spennandi námskeið fyrir framtíðar leikara
Leikfélag Sauðárkróks stendur fyrir leiklistarnámskeiði fyrir börn fædd 2011-2016 dagana 11. - 12. ágúst. Möguleiki er á hlutverki í haustsýningu Leikfélagsins fyrir áhugasama þátttakendur að námskeiði loknu.Meira -
Aðsend grein: Gjöf kvenna á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi
Í ágúst 2023 fór hópur á vegum Annríkis-þjóðbúningar og skart í ferð á íslendingaslóðir í Norður Dakóta í Bandaríkjunum og Manitoba í Kanada. Með í för voru Íslenskir þjóðbúningar af ýmsum stærðum og gerðum sem hópurinn spókaði sig í við hin ýmsu tækifæri, gjarnan í yfir 30 stiga hita. Hápunkturinn var þegar Íslenskar konur stóðu heiðursvörð þegar fjallkona íslendingahátíðarinnar í Gimli gekk inn á svæðið.Meira -
Miðfjörðurinn mun nötra
feykir.is Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Mannlíf 28.07.2025 kl. 15.38 bladamadur@feykir.isUm verslunarmannahelgina verður Norðanpaunk, ættarmót paunkara, haldið í 11. sinn á Laugarbakka í Miðfirði. Áhersla hátíðarinnar frá upphafi hefur ávallt verið á óvanalega íslenska jaðartónlist, en nokkrar erlendar sveitir hafa einnig mætt á svæðið og spilað fyrir gesti. Hægt að sjá nánar um hátíðina á facebook-Norðanpaunk.Meira -
Tindastóls drengir lágu fyrir Riddaranum
Síðast liðinn laugardag spiluðu heimamenn í 3.deildinni á móti Hvíta riddaranum frá Mosfellsbæ. Tindastólsmönnum gekk illa að finna taktinn og var mikið um ónákvæmar sendingar og mistök. Þetta var klárlega ekki besti leikur Tindastóls þetta sumarið. Leikurinn endaði 1. – 2. fyrir riddarana.Meira -
Rólegheitahundurinn Móri | Ég og gæludýrið mitt
Í bestu götunni á Króknum, Suðurgötunni, búa fimm systkini, þau Margrét Rún, Alexandra Ósk, Viktoría Ösp, Frosti Þór og Ýmir Freyr ásamt foreldrum sínum þeim Írisi Hrönn Rúnarsdóttur og Jóel Þór Árnasyni. Með þessari flottu stóru fjölskyldu býr svo hundurinn Móri en hann er hvítur og mórauður Border Collie. Feyki langaði aðeins að spyrjast fyrir um hann Móra sæta.Meira