Brennur og flugeldamarkaðir björgunarsveitanna í Skagafirði
Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð, Björgunarsveitin Skagfirðingasveit og Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi hafa hafið flugeldasölu en allur ágóði flugeldasölunnar rennur til björgunarstarfsins. Flugeldasalan er mikilvægasta fjáröflun sveitanna og stendur undir stórum hluta af rekstri þeirra yfir árið.
Flugeldamarkaður Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð hófst í gær og verður fram á gamlársdag í Björgunarstöðinni við Sauðárkróksbraut. Kveikt verður á brennu kl. 20:30 á gamlárskvöld og verður hún fyrir framhluta Skagafjarðar við gatnamót efri byggðar að norðan. Flugeldasýningin hefst kl. 21:00.
Flugeldamarkaður FBSV verður opinn sem hér segir:
- Mánudaginn 29. desember kl. 10-22
- Þriðjudaginn 30. desember kl. 10-22
- Gamlársdag 31. desember kl. 10-14
Flugeldamarkaður Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar og Skátafélagsins hófst í gær í Sveinsbúð, Borgarröst 1 Sauðárkróki. Kveikt verður á brennu kl. 20:30 og flugeldasýning hefst kl. 21.
Flugeldamarkaður Skagfirðingasveitar verður opinn sem hér segir:
- Mánudaginn 29. desember kl. 10-22
- Þriðjudaginn 30. desember kl. 10-22
- Gamlársdag 31. desember kl. 10-16
- Þrettándanum 6. jan. kl. 15-19
Flugeldamarkaður Björgunarsveitarinnar Grettis er í nýbyggingu björgunarsveitarinnar (gengið inn að vestan) til 31. desember. Kveikt verður á brennu á Móhól ofan við Hofsós á gamlárskvöld kl. 20:30. Flugeldasýning verður á vegum Grettis bæði á Hólum og á Hofsósi og hefjast kl. 21.
Flugeldamarkaður Grettis verður opinn sem hér segir:
- Mánudaginn 29. desember kl. 10-22
- Þriðjudaginn 30. desember kl. 10-22
- Gamlársdag 31. desember kl. 10-14
Tekið er fram að börn yngri en 16 ára fá ekki afgreiðslu nema í fylgd með fullorðnum og minnt er á notkun flugeldagleraugnanna til að vernda augun.
Að neðan má sjá myndband frá Öryggisakademíunni en þar er fjallað um hæfilega fjarlægð og trausta undirstöðu sem eru mikilvæg atriði þegar átt er við skotfæri.
http://youtu.be/RdJQBqTbHCM