Búið að birta drög að starfsleyfisskilyrðum vegna skotvallar á Blönduósi

Drög að starfsleyfi fyrir Skotfélagið Markviss vegna starfrækslu skotvallar á Blönduósi eru nú til kynningar hjá Blönduósbæ. Þeir sem telja sig málið varða eru hvattir til að kynna sér þær og gera athugasemdir ef þurfa þykir.

Á heimasíðu Blönduósbæjar er hægt að nálgast drögin, bæði starfsleyfisskilyrðin og  afstöðumynd af skotvellinum. Þeir sem hafa athugasemdir fram að færa þurfa að senda þær til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í síðasta lagi þann 10. desember nk.

HÉR má nálgast umrædd drög að starfsleyfisskilyrðum vegna skotvallar á Blönduósi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir