Byrðuhlaup og hátíðarhöld á Hólum

Ungmennafélagið Hjalti ætlar að standa fyrir frábærri fjölskyldudagskrá þriðjudaginn 17. júní.  Klukkan 11 hefst Byrðuhlaup 2014. Þátttökugjald er 1.000 kr. Skráning hefst kl. 10:45 og fer fram við Grunnskólann að Hólum, eins og segir í fréttatilkynningu frá UMF Hjalta.

Farnar verða tvær leiðir:

Leið 1. Farið frá Grunnskólanum og í Gvendarskál eftir merktri leið.2,1 km. Metið er 28 mínútur og 59 sekúndur. Einungis veitt verðlaun fyrir leið 1.

Leið 2. Farið frá Grunnskólanum eftir „gamla veginum“ að Víðinesbrú, þar niður á reiðveg sem liggur fyrir neðan Hólastað og síðan heim að Hólaskóla. 3,0 km. Þessi leið er mjög barnavagnsvæn. Eftir hlaupin verður boðið upp á eitthvað til að svala þorstanum.

Klukkan 14 verður skrúðganga frá Hólaskóla niður að Grunnskólanum að Hólum. Við Grunnskólann verða grillaðar pylsur og farið í hina ýmsu leiki t.d reipitog, pokahlaup og svampakast, svo eitthvað sé nefnt.

Fleiri fréttir