Búið er að draga út í N1 vegabréfaleiknum

vinningar í N1 leiknum í sumar
vinningar í N1 leiknum í sumar

Það hafa eflaust margir foreldrar þurft að hjálpa börnum sínum að safna stimplum þegar vegabréfaleikur N1 hófst með látum í sumar. Leikurinn gekk út á það að safna stimplum í þartilgerð vegabréf sem maður sótti á næstu N1 stöð. Þegar eitthvað var keypt þar fyrir meira en 500 kr. þá gastu fengið stimpil í vegabréfið og auka glaðningur fylgdi með. Skila þurfti vegabréfinu fyrir 20. ágúst og er nú búið að draga út í leiknum.

Þar sem mínir krakkar biðu spenntir eftir að fá nýju rafhlaupahjólin afhent sem þau héldu að þau fengju þegar þau skiluðu inn vegabréfinu hef ég þurft að fylgjast vel með úrdrættinum, sem því miður skilaði þeim engum vinning að þessu sinni og því mikil sorg á mínu heimili fyrir vikið, en gaman þótti mér að sjá að nokkrir krakkar á Norðurlandi vestra fengu vinninga. Reyndar er ekki búið að draga út aðalvinninginn og ef þau verða svo heppin að fá hann þá ætla ég ekki að segja þeim frá því því hann myndi koma mér að góðum notum eftir allar N1 ferðirnar í sumar:) 

Það er því um að gera að láta þessa ungu krakka vita að þau eigi inni vinninga hjá N1 eftir þennan skemmtilega sumarleik.  Hér má svo sjá allan vinningslistann frá N1ásamt hvað hver fékk.

Birgitta Rún Finnbogadóttir - Skagaströnd

Óðinn Logi - Sauðárkrókur

Una Vilhjálmsdóttir - Staður

Ingibjörg J. Jóhannesdóttir Keta - Sauðárkrókur

Helgi Hrannar Ingólfsson - Sauðárkrókur

Til hamingju krakkar og vona að þið hafið átt frábært sumar

Sigga sigga sigga

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir