Ein góð fyrir helgina - kókoskladdakaka

Á einhverju Facebook rúllinu mínu um daginn þá sá ég að einhver hefði unnið einhverja keppni með Bounty köku en því miður las ég aldrei fréttina. Í síðustu viku fékk ég svo þörf til að baka en fann ekki þessa vinningsuppskrift, en fann fullt af öðrum girnilegum uppskriftum. Ég endaði á einhverri erlendri bökunarsíðu og lét Google þýða fyrir mig yfir á íslensku og viti menn.... kakan varð bara þokkalega góð hjá mér og heitir hún Kókoskladdakaka.

Uppskriftin er eftirfarandi....

Súkkulaðikladdinn

3 egg

3,5 dl sykur

2 tsk vanillusykur

6 msk kakó

2,5 dl hveiti

175 gr. brætt smjör

Kókosblanda

200 gr kókosmjöl

1 dós (300ml) Kókosmjólk

Súkkulaðið yfir kökuna

200 gr. suðuskúkkulaði

0,5 dl rjómi

 

Byrjið á því að kveikja á ofninum og stillið á 175 gráður. Því næst setjið þið egg, sykur, vanillusykur, kakó, hveiti og brætt smjörið í skál og hrærið vel saman – deigið er svo sett í smelluform (24cm) og inn í ofninn í sirka 25-30 min. Þegar tíminn er liðinn þá leyfið þið kökunni að kólna aðeins, og alls ekki taka úr smelluforminu.

kókosmjólkin er sett í pott, stillt á lægsta hita og hún brædd niður í fljótandi form. þá er kókosmjölinu blandað út í, hrært aðeins í og leyft að standa á meðan kladdakakan kólnar. Kókosblandan er svo sett ofan á kladdakökuna.

Því næst er súkkulaðið og rjóminn bræddur saman, leyft að kólna aðeins niður áður en þessu er smurt yfir kókosblönduna. Þetta er svo sett inn í kæli og leyft að vera þar þangað til svona 30 min áður en kakan er borin fram fyrir gesti.

 Njótið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir