Fáðu þér kleinuhring í dag

Af hverju? jú það er alþjóðlegi kleinuhringjadagurinn í dag....

Þessi siður var tekinn upp árið 1938 eða nánar tiltekið í seinni heimstyrjöldinni og var tilgangurinn með honum að gleðja Bandaríska hermenn sem gegndu herþjónustu og til að minna þá á heimahagana.

En við hér á klakanum ætlum bara að borða þá til að gleyma, gleyma öllum aukakílóunum, því við erum jú næst feitasta þjóð í heimi:)

hér kemur svo uppskrift sem ég sá á þessari slóð

Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir (uppskrift frá Barefoot Contessa)

  • 1 bolli hveiti
  • 3/4 bolli sykur
  • 1 tsk lyftiduft
  • ½ tsk kanill
  • ¼ tsk múskat
  • ¼ tsk salt
  • 1 stórt egg
  • ½ bolli súrmjólk
  • 2 msk smjör, brætt
  • 1 tsk vanilludropar

Til að húða kleinuhringina:

  • 4 msk smjör, brætt
  • 1/2 bolli sykur
  • 1 tsk kanill

Hitið ofninn í 175° og spreyjið kleinuhringjabökunarform með olíu.

Sigtið hveiti, sykur, lyftiduft, kanil, múskat og salt saman í skál.

Hrærið egg, súrmjólk, brætt smjör og vanilludropa saman í annari skál. Hellið blöndunni saman við þurrefnin og hrærið saman í deig. Passið að ofhræra ekki deigið heldur bara hræra þar til það er slétt og kekkjalaust.

Setjið deigið í plastpoka og klippið smá af einu horninu. Sprautið deiginu í kleinuhringjamótið og fyllið það að þremur fjórðu með deigi. Bakið í 15-17 mínútur eða þar til bökunarprjóni stungið í kleinuhringinn kemur hreinn upp.  Látið kleinuhringina kólna í forminu í 5 mínútur áður en þeim er hvolft úr.

Hrærið saman sykri og kanil til að húða kleinuhringina með og bræðið smjörið. Penslið heita kleinuhringina með bræddu smjöri og veltið þeim síðan upp úr kanilsykrinum. Berið kleinuhringina heita fram.

Nú ef þið nennið ekki að baka sjálf þá skellið þið ykkur bara í bakaríið:) 

kveðja sigga

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir