Góða helgi allir - myndband:)
Ég bara varð að deila þessu með ykkur svona rétt áður en helgarfríið byrjar
En það þarf ekki mikið til að koma mér til að hlægja en ég grenjaði úr hlátri þegar ég sá þetta
Fleiri fréttir
-
Geggjaður sigur í framlengdum leik gegn toppliði Njarðvíkinga
Tindastóll og Njarðvík mættust í Síkinu í gærkvöldi í athyglisverðum og æsispennandi leik. Lið Tindastóls var í áttunda sæti fyrir leik en gestirnir á toppi deildarinnar. Þó að úrslit fjölmargra leikja í vetur hafi ekki dottið með Stólastúlkum þrátt fyrir jafna leiki þá stóðust stelpurnar okkar prófið gegn toppliðinu með glæsibrag – þurftu reyndar framlengingu til að landa sigrinum en það var auðvitað bara enn skemmtilegra. Lokatölur 99-91 eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma var 84-84,Meira -
Jólatréssalan á Eyrinni komin í gang
Jólatréssala körfuknattleiksdeilar Tindastóls fór í gang sl. mánudag og nú er ekkert annað í stöðunni en mæta á sama gamla góða staðinn á Eyrinni, hitta fyrir eldhressa körfuboltamenn og fara heim með jólin í skottinu – enda ekkert betra en ilmurinn af lifandi tré yfir jólin.Meira -
Stelpurnar fengu KR en strákarnir Snæfell
Dregið var í átta liða úrslit VÍS bikarsins í körfuknattleik í hádeginu í dag. Tindastóll átti lið í pottunum báðum þar sem bæði karla- og kvennalið félagsins höfðu unnið leiki sína sl. sunnudag. Stelpurnar fengu heimaleik gegn spræku liði KR og þar verður væntanlega hart barist. Leið karlaliðsins í fjögurra liða úrslit ætti að vera nokkuð örugg þar sem Stólarnir fengu útileik gegn 1. deildar liði Snæfells.Meira -
Heimismenn sjálfir í aðalhlutverki
Karlakórinn Heimir heldur sína árlegu áramótatónleika í Miðgarði þann 28. desember næstkomandi. Af því tilefni hafði blaðamaður samband við Atla Gunnar Arnórsson formann kórsins, til þess að forvitnast um tónleikana og starfsemi kórsins í haust og vetur.Meira -
Jólamót Molduxa haldið enn og aftur
Jólamót Molduxa verður haldið samkvæmt venju annan dag jóla en mótið er í hugum margra ómissandi þáttur í jólahefð Skagfirðinga. Samkvæmt bestu vitund talnagleggstu Molduxa er þetta mót það 32. sem haldið er.Meira
