Mæður búið ykkur undir alþjóðlega letidag MÆÐRA á morgun

Já þið lásuð rétt..., 1.sept., er tileinkaður mömmum til að vera latar. Þrátt fyrir mæðradaginn, sem er dagur til að heiðra mæður og þeirra starf, þá þurfa þær yfirleitt að sjá um að elda og þrífa ásamt því að halda heimilislífinu í réttum skorðum alla daga, allan ársins hring. Á mömmu letideginum eiga mömmur að slappa af, setja fætur upp í loft og einfaldlega vera latar og láta bæði eiginmenn og börn sjá um sig. 

En hvernig geta mömmur verið latar? Láttu t.d krakkana koma með morgunmat í rúmið fyrir þig í staðin fyrir að útbúa morgunmat fyrir þau. Láttu eiginmann þinn keyra þig í vinnuna eða láttu krakkana labba bæði í skólann og heim til tilbreytingar. Best af öllu – pantaðu pizzu eða keyptu tilbúinn kjúlla og hafið kósý kvöld. 

Mæður njótum dagsins:)

Sigga sigga sigga...

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir