Vertu með pizzupartý í kvöld - uppskrift af humarpizzu

Í dag er alþjóðlegi pizzupartýdagurinn, er þá ekki alveg tilvalið að skella í eina heimabakaða humarpizzu og bjóða vinum í mat

 

Hér kemur ein girnileg uppskrift sem ég fann á www.lifland.is

 

Ítalskt pizzadeig:

 500 g blátt Kornax brauðhveiti

2,5 dl vatn

7,5 g þurrger

0,5 dl olía

1 tsk salt

1 tsk sykur

Aðferð:

Leysið gerið upp í volgu vatni. Bætið Kornax brauðhveiti, sykri, salti og olíu við, hnoðið í um það bil 2 mínútur á lægsta hraða. Aukið hraðann lítillega og hnoðið í 8 mínútur. Mótið deigið og hefið í 45-60 mínútur við stofuhita undir rökum klút (má sleppa).

Pizzasósan sett á deigið og smá ost, raðið svo humar, hvítlauk, furuhnetum og inn í ofn, bakist við 150-190°C (fer eftir ofnum). Í 12-20 mín (fer eftir ofnum)

Bætið svo klettasalati og rifnum ferskum parmesan á pizzuna eftir að hún hefur verið tekin úr ofninum.

Verði ykkur að góða og góða helgi

Siggasiggasigga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir