Drangar kynntu uppbyggingu á þjónustukjarna með lágvöruverslun á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf, Lokað efni
24.10.2025
kl. 09.30
Frá íbúafundinum í gær. Á myndinni að neðan má sjá Auði Daníelsdóttur frá Dröngum flytja mál sitt. MYNDIR AF FB-SÍÐU HÚNABYGGÐAR
Húnabyggð flautaði til upplýsingafundar í gær og fjölmenntu heimamenn í félagsheimilið á Blönduósi. Á fundinum voru kynntar metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu á þjónustukjarna með lágvöruverslun á Blönduósi. Það voru Auður Daníelsdóttir forstjóri Dranga og Vífill Ingimarsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Orkunnar sem kynntu áætlun Dranga um uppbyggingu á Blönduósi.
