Dreifing á Feyki og Sjónhorni tefst um sólarhring
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
29.05.2024
kl. 08.08
siggag@nyprent.is
Þennan fallega en raka miðvikudagsmorgun kom það í ljós að vegna óviðráðanlegra aðstæðna þá tefst dreifing á Feyki og Sjónhorni um sólarhring. Beðist er velvirðingar á þessu enn einu sinni.
Þeir óþreyjufyllstu geta skoðað Sjónhornið hér og sömuleiðis geta rafrænir áskrifendur að Feyki lesið blaðið nú upp úr klukkan níu.
Fleiri fréttir
-
Vel heppnað Kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju
Það var hugljúf og falleg stund í Sauðárkrókskirkju mánudagskvöldið 28. apríl þegar hið árlega Kirkjukvöld var haldið. Gestir kvöldsins voru rúmlega 100 manns og var dagskráin glæsileg að vanda. Sr. Karl Matthíasson tók fyrstur til máls og kynnti lögin eitt af öðru, eins og honum einum er lagið, en það var Kirkjukór Sauðárkrókskirkju sem hóf sönginn. Stjórnandi kórsins var að þessu sinni Helga Rós Indriðadóttir og spilaði Rögnvaldur Valbergsson organisti á hljómborð og Sigurður Björnsson var á trommum. Einsöngvarar kvöldsins voru þær Lára Sigurðardóttir og Guðrún Jónsdóttir.Meira -
Herramenn snúa aftur til fortíðar
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að hin ástsæla hljómsveit, Herramenn, hyggur á tónleikahald nú um miðjan maí, nánar tiltekið föstudags- og laugardagskvöldin 16. og 17. maí nk. í Ljósheimum. Miðar eru þegar farnir í sölu á Tix.is og strákarnir farnir að spila sig saman og rifja upp ekkert svo gamla takta. Þessu má auðvitað enginn missa af og því vissara að tryggja sér miða í tíma.Meira -
Þriðji leikurinn í kvöld... ÁFRAM TINDASTÓLL!
Það er leikur í dag, þriðji leikurinn, hjá strákunum í Tindastól á móti Álftanesi og byrjar hann á slaginu 19:15 í Síkinu. Ef þú ert ekki búin/n að tryggja þér miða á Stubb þá skaltu fara í að drífa í því áður en það verður uppselt. En Sigríður Inga var örlítið fyrr á ferðinni með dagskrá dagsins en fyrir síðasta leik og ekki seinna vænna en að við hjá feykir.is birtum hana hér.... við skulum sjá hvað hún segir...Meira -
„Sveitarfélögin eru um margt lík hvað varðar uppbyggingu og atvinnuhætti“
Umræða um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar rt nú í fullum gangi. Svo virðist sem töluverð hákvæðni ríki um að ferlinu verði fram haldið. Magnús Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokks í Húnaþingi vestra, er formaður verkefnisstjórnar óformlegra viðræðna fyrir hönd Húnaþings vestra og lagði Feykir fyrir hann nokkrar spurningar. Var hann m.a. spurður hvort hann teldi íbúa spennta fyrir sameiningu en þar vitnaði hann í orð hins þjóðkunna sr. Baldur heitinn í Vatnsfirði: ,,Í þessu máli er vissara að hafa tvær skoðanir.““Meira -
Setning Sæluviku Skagfirðinga 2025 og endurgerð Faxa | Einar E. Einarsson skrifar
Ég vil byrja á að óska ykkur öllum gleðilegs sumars á þessum fallega degi sem jafnframt er síðasti sunnudagur aprílmánaðar, en hann hefur verið upphafsdagur Sæluviku Skagfirðinga í um 30 ár. Sæluvika Skagfirðinga á sér hins vegar mun lengri sögu, en heimildir herma að Sæluvikan hafi orðið til í framhaldi af svokölluðum sýslunefndarfundum sem haldnir voru einu sinni á ári með Sýslumanni og helstu forsvarsmönnum allra hreppa í Skagafirði.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.