Drengjaflokkur með sigur syðra
Á heimasíðu Tindastóls er frétt þess efnis að drengjaflokkur Tindastóls í körfuknattleik hafi sigrað B-lið KR í leik í Íslandsmótinu fyrr í dag. Leikurinn vannst 97-66 og var að sögn Kristins Lofts Einarssonar liðsstjóra öruggur allan tímann og jókst munurinn jafnt og þétt allan leikinn að hans sögn.
Stig Tindastóls í leiknum gerðu; Rúnar 27, Einar Bjarni 21, Hákon 20, Sigurður 10, Þorbergur 9, Reynald 4, Pálmi Geir, Brynjar og Benedikt allir 2 stig.
Tindastóll hefur því unnið tvo fyrstu leiki sína í drengjaflokki en á morgun mætir liðið sterku liði Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi segir á tindastoll.is.
MIkið er um að vera um helgina á vígstöðvum körfuknattleiksdeildar Tindastóls, alls eru fjögur lið í keppni í Íslandsmótinu, þau leika samtals 11 leiki og allt að 50 leikmenn verða þátttakendur í þeim.
