Drengjaflokkurinn með annan sigur
Drengjaflokkur Tindastóls landaði öðrum sigri sínum á jafn mörgum dögum þegar þeir unnu FSu á Selfossi 77-58. Þetta kemur fram á heimasíðu Tindastóls. Liðið sigraði KR-B í gær og eftir sigur á Val um síðustu helgi, hafa þeir unnið þrjá fyrstu leiki sína í Íslandsmótinu.
Þorbergur var stigahæstur með 23 stig, Einar Bjarni og Sigurður skoruðu 17 hvor, Hákon 12, Rúnar 6 og Pálmi Geir 2.
