Eineltisátak – opinn borgarafundur á Sauðárkróki

heimili og skóliHeimili og skóli – landssamtök foreldra, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT í samstarfi við Símann, mennta-  og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingarmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila hefja nú eineltisátak á landsvísu á 11 stöðum á landinu. Þér er boðið að sækja borgarafund í átakinu.

Fundað verður í Árborg, á Ísafirði, í Reykjanesbæ, á Sauðárkróki, Akureyri, Grundarfirði, Fljótsdalshéraði, í Borgarbyggð, Vestmannaeyjum, á Höfn í Hornafirði og í Reykjavík tímabilið 14. september til 2. nóvember 2010. Umfjöllunarefni fundanna er einelti og ungt fólk, netið og ábyrgð samfélagsins.

Leikhópar unglinga á þessum 11 stöðum munu undir handleiðslu leiklistarkennara eða leiðbeinanda setja upp leiksýninguna „Þú ert það sem þú gerir á netinu“ eftir Elítuna og Rannveigu Þorkelsdóttur.

OPNIR BORGARAFUNDIR:

  • 14. september Árborg Fjallasalur Sunnulækjarskóla
  • 16. september Ísafjörður Salur Grunnskólans á Ísafirði
  • 28. september Reykjanesbær Duus-hús
  • 5. október Sauðárkrókur Hús Frítímans
  • 6. október Akureyri Salur Brekkuskóla
  • 12. október Grundarfjörður Samkomuhús Grundarfjarðar
  • 19. október Egilsstaðir Hlymsdalir
  • 21. október Borgarnes Menntaskólinn í Borgarnesi
  • 26. október Vestmannaeyjar Kiwanishúsið við Strandveg
  • 28. október Höfn í Hornafirði Nýheimar
  • 2. nóvember Reykjavík Staðsetning auglýst síðar

Stöðvum einelti!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir