Ekki gleyma hvatapeningunum

MYND: ÓAB
MYND: ÓAB

Nú þegar styttist í að árinu ljúki eru forráðamenn barna og unglinga í Skagafirði minntir á að nýta hvatapeninga ársins 2025 fyrir áramót, þar sem ónýttir hvatapeningar geymast ekki milli ára. Hvatapeningar ársins 2025 eru kr. 40.000 á barn og þá má nýta til að greiða niður gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi sem stundað er reglulega, undir handleiðslu hæfs leiðbeinenda.

Öll börn á aldrinum 5-18 ára, með lögheimili í Skagafirði, eiga rétt á hvatapeningum. Allar upplýsingar og reglur um hvatapeninga má nálgast hér.

Fleiri fréttir