Roðagyllum heiminn – alþjóðlegt átak gegn stafrænu kynbundnu ofbeldi

Soroptimistar á Íslandi sameinast nú í alþjóðlegu átaki gegn stafrænu kynbundnu ofbeldi. Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn ofbeldi gegn konum, hófst 16 daga vitundarvakning sem stendur til 10. desember, mannréttindadags Sameinuðu þjóðanna. Í brennidepli í ár er að varpa ljósi á alþjóðlegt samfélagslegt vandamál – stafrænt ofbeldi gegn konum – sem á sér stað í öllum heimshlutum og menningarheimum og hvetja til þess að aukin áhersla verði lögð á forvarnir af ýmsu tagi.

Nýjar alþjóðlegar rannsóknir sýna að stafrænt ofbeldi gegn konum er útbreitt vandamál.
Stafrænt ofbeldi“ nær yfir fjölmargar birtingarmyndir — t.d. netáreiti, hatursorðræðu,
dreifingu mynda eða videóa án samþykkis, fjárkúgun vegna viðkvæms efnis, net-eltihrella, stafræna áreitni og fleira.

- Um 40–60 % kvenna hafa einhvern tíma upplifað stafrænt ofbeldi.
- Meðal kvenna í fjölmiðlum er tíðnin þessi: 48 % fengu óumbeðin skilaboð, 15 %
hafa upplifað mynddreifingu án samþykkis og 18 % fengið kynbundnar hótanir.
- Ungar konur (18–35 ára), blaða- og fjölmiðlakonur og konur í opinberum embættum
eru í mestri hættu.
- Fá mál eru kærð vegna vantrausts á réttarvörslukerfinu.

Soroptimistar um allan heim taka þátt í átakinu Roðagyllum heiminn eða #OrangeTheWorld, þar sem ýmsar stofnanir, kirkjur og minnisvarðar eru lýstir upp  appelsínugulu – lit um von og samstöðu. Appelsínugulur varningur er til sölu og fánar dregnir að húni. Á Íslandi starfa um 670 Soroptimistar í 20 klúbbum og munu þeir standa fyrir fjölmörgum viðburðum þessa daga, svo sem ljósagöngum, fræðslufundum og almennri vitundarvakningu um kynbundið stafrænt ofbeldi.Við Soroptimistar í Skagafirði settum spjöld með ÞEKKTU RÐU LJÓSIN! en á þeim hægt að lesa um hvað ber að varast, varnarorð. Spjöldin fóru á allar innkaupakerrur í Skagfirðingabúð, Hlíðarkaup, KS Hofsósi og Olis í Varmahlíð. Eining rúllar á skjánum í anddyri Skagfirðingabúðar texti um ofbeldi á netinu,og vertu á verði. Ráðhúsið er lýst upp með appelsínugulum lit.

Verum netsnjöll – sýnum virðingu og ábyrgð á netinu

Við þökkum öllum þeim sem tóku svo vel í beiðni okkar við þessa framkvæmd.

Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar

Fleiri fréttir