Elsku Hvammstangi :: Áskorandapenni Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir

Pistill þessi sem ég skila alltof seint því frestunaráráttan náði tökum á mér eins og svo oft áður verður ekki um veðrið, pólitík eða eitthvað annað sem enginn nennir að tala um meira. Mig langar mikið frekar að skrifa um hversu dásamlegt það er að búa úti á landi.

Hvammstangi, þetta litla, fallega sjávarþorp sem býr yfir ótrúlegasta fólki og hlutum. Hér er menningarlífið svo ótrúlega fjölbreytt  og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og þó ég sé kannski ekki alveg hlutlaus þá ég er nokkuð viss um að hvergi annars staðar sé hægt að finna jafn mikið af hæfileikaríku fólki þegar kemur að söng og leiklist. Kostirnir við að búa úti á landi eru endalausir og vega upp á móti göllunum sem eru alls ekki margir og ég mun ekki nenna að tala um þá hér.

Það sem stendur upp úr hjá mér af kostunum er tíminn. Auka tíminn sem þú færð með fjölskyldunni þinni, áhugamálinu þínu eða bara sjálfum þér. Hér er stutt í allt sem þú þarft, vinnu, leik- og grunnskóla, Kaupfélagið og í sund. Hér er enginn umferð að tefja þig og ef þú ert latur eins og ég og fer allt á bíl þá ertu búinn að sækja börnin, fara í búð og komin heim og klukkan varla orðin korter yfir fjögur. Enginn rauð ljós, enginn pirringur eins og Reykjavík síðdegis.

Áfram landsbyggðin!

Ég skora á systur mína hana Guðrúnu Ósk.

Áður birst í 4. tbl. Feykis 2020

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir