Engar sóttvarnatakmarkanir í lok júní

Heilbrigðisráðuneytið kynnti í gær áætlun um afléttingu innanlandstakmarkana vegna COVID-19 í áföngum með hliðsjón af framgangi bólusetningar. Áætlað er að aflétta megi öllum innanlandstakmörkunum síðari hlutann í júní þegar um 75% þjóðarinnar hafi fengið a.m.k. einn bóluefnaskammt.

Samkvætt frétt á vef stjórnarráðsins er afléttingaráætlunin í fjórum skrefum og tekur mið af framgangi bólusetningar. 
Fyrsta skref afléttingar hefur þegar verið tekið með tilslökunum á samkomutakmörkunum og í skólastarfi en í maí er gert ráð fyrir að a.m.k. 50% landsmanna hafi fengið bólusetningu. Þá verði unnt að rýmka fjöldatakmarkanir til muna, sem verði einhvers staðar á bilinu 100 til 1.000 manns. Á síðari hluta júní er gert ráð fyrir því að öllum takmörkunum verði aflétt innanlands enda verði búið að bólusetja um 75% landsmanna að minnsta kosti einu sinni.

Sjá nánar HÉR 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir