Engilbert vill samstarf við Blönduósbæ um byggingu fjölbýlishúss

Fyrirhugað byggingarsvæði að Hnjúkabyggð 29 á Blönduósi. Mynd. Skjáskot af Já.is.
Fyrirhugað byggingarsvæði að Hnjúkabyggð 29 á Blönduósi. Mynd. Skjáskot af Já.is.

Uppbygging ehf., félag í eigu Engilberts Runólfssonar byggingaverktaka, hefur óskað eftir viðræðum við sveitarstjórn Blönduósbæjar um sameiginlega uppbyggingu á fjölbýlishúsi að Hnjúkabyggð 29 á Blönduósi. Á Húna.is. kemur fram að óskað sé eftir því að gert verði samkomulag við félagið um langtímaleigu eða kaup sveitarfélagsins á allt að 8-10 íbúðum í hinu nýja fjölbýlishúsi. Byggðaráð Blönduósbæjar hefur hafna erindinu.

Í fundargerð byggðaráðs segir að hafi forsvarsmenn Uppbyggingar ehf. áhuga á lóðinni í sveitarfélaginu er þeim beint á að sækja um hana með hefðbundnum hætti.

Húni.is segir að Uppbygging hafi einnig sótt um lóð að Höfðabraut 28 á Hvammstanga. Engilbert kynnti hugmyndir sínar á íbúafundi á Hvammstanga 15. janúar síðastliðinn, um byggingu á fimm hæða og 20 íbúða húsi.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir