Er ekki hross í oss?

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga hefur leigt sýningarbás á stórsýningunni Equitana í Essen í Þýskalandi, sem fram fer dagana 14. – 22. mars næstkomandi.

Þar hyggst Hrossaræktarsambandið, í samvinnu við sveitarstjórn, kynna hrossarækt, hestatengda starfsemi, náttúru og mannlíf í Skagafirði. Það verður gert með stuttri kvikmynd, kortum og öðru myndefni auk þess sem kynningarbæklingum verður dreift til áhugasamra.

Félagsmönnum í hrossaræktarsambandinu og öðrum sem stunda hestatengda starfsemi stendur til boða að koma hverskonar kynningarefni á sinni hrossarækt eða starfsemi með í púkkið – án fyrirhugaðs sérstaks endurgjalds.

Nánari upplýsingar fást hjá: Ólafi Sigurgeirssyni í síma 844-7891, Sigurgeiri Þorsteinssyni í síma 895-8182 og Sigfúsi Inga Sigfússyni í síma 842-5777.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir