Er hægt að setja verðmiða á fornminjar?

hegranesþing fornminjarFornleifavernd ríkisins er að fara af stað með könnun sem gengur út á það að kanna hvort hægt sé að meta fornminjar til fjár og er sérstaklega spurt um þingstaðinn í Hegranesi. Hægt er að taka þátt hér á Feyki.is.

Hægra megin á forsíðu Feykis.is er auglýsingakassi merktur Fornleifavernd þar sem spurt er hvort hægt sé að setja verðmiða á fornminjar. Með því að smella á kassann ert þú orðinn þátttakandi í könnunninni.  Verið er að athuga viðhorf fólks til fornminja og hvernig það sér fyrir sér ýmsar útfærslur á gjaldtöku eða fjárframlögum til staðarins.

hegranesþing fornminjar

Þingstaðarins í Hegranesi er getið víða í fornsögum og eru tóftir greinilegar á svæðinu en þótt rannsóknir hafi farið fram á svæðinu er ekki hægt að segja að þær séu miklar.

Þeir sem ekki eru tengdir við Netið geta haft samband við Kristínu Huld Sigurðardóttur forstöðumann Fornleifaverndar í síma 555-6630 eða hjá Fornleifavernd á Sauðárkróki í síma 453-6203 og fengið könnunina senda til sín í pósti og er fólk hvatt til að taka þátt svo hún verði meira marktæk.

Fleiri fréttir