Erfiður rekstur hjá Golfklúbbnum Ós

 Bæjarráð Blönduósbæjar hefur samþykkt að veita Golfklúbbnum Ós viðbótarrekstrarstyrki að upphæð krónur 500.000 til þess aðmæta erfiðum rekstri klúbbsins sökum hækkandi rekstrarkostnaðar.

Jóhanna Jónasdóttir og Guðrún Ásgerður Jónsdóttir komu á fund bæjarráðs og fóru yfir rekstur klúbbsins. Félögum í klúbbnum hefur farið fjölgandi en þrátt fyrir það náðu endar ekki saman og tap varð á rekstri klúbbsins í sumar.

Fleiri fréttir