Erfitt að fá lækna til starfa

Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki hefur um nokkurt skeið auglýst laust til umsóknar starf heilsugæslulæknis við stofnunina. Um er að ræða 100% stöðu auk vakta á heilsugæslu og er staðan laus nú þegar. Að sögn Arnar Ragnarssonar yfirlæknis heilsugæslusviðs  eru tvær stöður lausar en ekki hefur komið nein umsókn ennþá.

Af fimm læknum eru þrír eftir af þeim fastráðnu en Örn segir að einn af þessum þremur hafi verið í veikindaleyfi í janúar. -Hann hefur verið að koma inn að hluta í febrúar og í fulla vinnu í mars. Síðan erum við með afleysingafólk, einn sem hefur verið frá hausti og verður fram á vor en hitt er skammtímaafleysingar, reddingar yfir helgi, í eina viku o.s.frv., segir Örn.

Leitað er að læknum með víðtæka almenna reynslu og sérfræðimenntun í heimilislækningum.

Fleiri fréttir