Eyrún Ýr Pálsdóttir ný inn í landsliðshóp LH og Ísólfur Líndal aðstoðarþjálfari

Ísólfur Líndal Þórisson, á Lækjamóti í Húnaþingi vesta, nýr aðstoðarþjálfari A-landsliðshóps LH. Myndir: FB-síða LH.
Ísólfur Líndal Þórisson, á Lækjamóti í Húnaþingi vesta, nýr aðstoðarþjálfari A-landsliðshóps LH. Myndir: FB-síða LH.

Ísólfur Líndal Þórisson, á Lækjamóti í Húnaþingi vesta, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðshóps LH. Hann útskrifaðist sem reiðkennari frá Hólaskóla 2005, hlaut reiðkennsluverðlaun Hólaskóla það ár og er starfandi reiðkennari við Háskólann á Hólum. Þá var Eyrún Ýr Pálsdóttir, frá Flugumýri í skagafirði, valin ný inn í landliðið.

Á Facebooksíðu Landsambands hestamanna kemur fram að Ísólfur hafi verið í toppbaráttunni á Landsmótum, Íslandsmótum og Meistaradeildum sunnan og norðan heiða í mörg ár. Hann var kjörinn gæðingaknapi ársins 2013 og reiðkennari ársins hjá LH 2020. Hann er stofnandi og eigandi kennslusíðunnar isoonline.is. „Ísólfur er metnaðarfullur liðsmaður sem leggur mikla áherslu á jákvæða og uppbyggilega nálgun við þjálfun knapa og hesta,“ segir í færslunni.

Landsliðið valið

Eyrún Ýr Pálsdóttir kemur ný inn í landsliðshóp LH.

Í gær var frá því greint á Facebooksíðu LH að Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari, hafi valið A-landsliðshóp LH fyrir árið 2022 en í honum má finna þrjá knapa af Norðurlandi vestra, Helgu Unu Björnsdóttur, hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra, og Skagfirðingana Þórarin Eymundsson og Eyrúnu Ýr Pálsdóttur, sem kemur ný inn í landsliðshópinn. Auk þeirra er Bergþór Eggertsson, frá Bjargshóli í Miðfirði, í hópnum en hann starfar í Þýskalandi.

Hópurinn samanstendur af 18 knöpum en nokkrum sætum er haldið lausum fyrir þá knapa sem sýna framúrskarandi árangur á keppnisárinu. Landsliðsþjálfari  fylgjist með árangri knapa í meistaraflokki á komandi keppnisári og bæta við knöpum í hópinn þegar ástæða þykir til. 
Auk Eyrúnar kemur sunnlendingurinn Arnar Bjarki Sigurðsson nýr inn í hópinn en við val á knöpum er tekið tillit til árangurs í keppni, reiðmennsku, hestakosts og íþróttamannslegrar framkomu.

A-landsliðhóp LH 2022 skipa:

Titilverjendur:
Benjamín Sandur Ingólfsson, Fáki
Guðmundur Björgvinsson, Fáki
Konráð Valur Sveinsson, Fáki
Teitur Árnason, Fáki

Aðrir knapar:
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Herði
Arnar Bjarki Sigurðsson, Sleipni
Árni Björn Pálsson, Fáki
Bergþór Eggertsson, Þýskalandi

Eyrún Ýr Pálsdóttir, Skagfirðingi
Gústaf Ásgeir Hinriksson, Fáki
Hanna Rún Ingibergsdóttir, Sörla
Helga Una Björnsdóttir, Þyt

Jakob Svavar Sigurðsson, Dreyra
Jóhanna Margrét Snorradóttir, Mána
Ragnhildur Haraldsdóttir, Sleipni
Sigursteinn Sumarliðason, Sleipni

Viðar Ingólfsson, Fáki
Þórarinn Eymundsson, Skagfirðingi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir