Færi með Öldu sína á Iron Maiden tónleika / JÓN DANÍEL

Jón Daníel æfir fyrir Víkingahátíð á Króknum.
Jón Daníel æfir fyrir Víkingahátíð á Króknum.

Kokkur er nefndur Jón Daníel Jónsson og galdrar hann fram mat á Drangey Restaurant og undir nafni Grettistaks, ýmist á Króknum, Austantjalds eða bara þar sem pottarnir kalla nafn hans. Jón Dan er fæddur 1968 og er frá Stóra Búrfelli í Svínavatnshreppi. „Mamma heitir Anna Gísladóttir og býr á Króknum,“ segir kappinn eldhress.

Jón Dan segist hafa unnið fá eða jafnvel ekki nein tónlistarafrek á sínu lífsskeiði en hann segist þó spila á greiðu. Umsjónarmaður Tón-lystarinnar þykist engu að síður vita að hann hafi talsvert gaman af tónlist og hefur jafnvel heyrt því fleygt að hann hafi verið í hljómsveit með núverandi ritstjóra Feykis – en sennilega bara í einn dag. Jón fékk sendan spurningalista Tón-lystarinnar og var hann eldsnöggur að svara og notaði til þess tiltölulega fá orð.

Uppáhalds tónlistartímabil? Árin 1970-1980.

Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Alla vegana.

Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Discovery með Electric Light Orchestra.

Hvaða græjur varstu þá með? Græjurnar hennar mömmu.

Hver var fyrsta lagið sem þú mannst eftir að hafa fílað í botn? Bad Bad Boy með Nazareth.

Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Mörg.

Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Bon Jovi.

Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Tom Waits.

Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Hvert sem er á tónleika með Iron Maiden og ég tæki hana Öldu mína með.

Hvað músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkominn með bílpróf? Allt sem var í útvarpinu og mixaðar kassettur með góðum metal.

Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Prince, Dio. Led Zeppelin og fleiri.

Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Number of the Beast með Iron Maiden.

Sex vinsælustu lögin á Playlistanum þínum?
'39 / Queen
Fuck my Pumps / Amy Winehouse
Eery Inch of You / Darkness
You Don’t Have to be Strong / Mr. Big
Either Way / Chris Stapleton
Hold On / Tom Waits

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir