Fálkinn með skotsár
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
15.02.2018
kl. 08.50
Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra kemur fram að fálkinn sem handsamaður var af bændum á Hnjúki í Vatnsdal hafi verið með skotsár. Kom það í ljós eftir skoðun dýralæknis. Á síðunni segir að ekki eigi að þurfa að benda á það að fálkar eru að sjálfsögðu alfriðaðir.
Í lögum nr.1994 nr. 64 19. Maí, Lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, segir svo:
„Brot gegn lögum þessum og reglum, sem settar verða samkvæmt þeim, varða sektum [eða fangelsi allt að 2 árum] og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis. Virða skal það refsingu til þyngingar ef um sjaldgæfar eða fágætar fuglategundir er að ræða!“
Tengd frétt: Fálki handsamaður í Vatnsdalnum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.