Félagsmót og Firmakeppni hestamannafélagsins Léttfeta 20.-21.ágúst
Mikil keppnishelgi verður hjá Hestamannafélaginu Léttfeta á Sauðárkróki eftir viku en þá verða haldin firmakeppni, félagsmót og opið skeiðmót sem er liður í Sveitasælu 2010.
Firmakeppni 20. ágúst:
Firmakeppni verður haldin á félagssvæði Léttfeta (Fluguskeiði) á Sauðárkróki föstudagskvöldið 20. júlí 2010. Skráning í Tjarnarbæ milli kl. 18:00 – 19:00 en keppni hefst kl 19:30 Keppt verður í: Barnaflokki (13 ára á árinu og yngri), Unglingaflokki (14 – 17 ára á árinu), Ungmennaflokki (18 -21 ára á árinu), Kvennaflokki og Karlaflokki.
Félagsmót 21.ágúst:
Félagsmót verður haldið á félagssvæði Léttfeta (Fluguskeiði) á Sauðárkróki laugardaginn 21.ágúst 2010. Keppnisgreinar: A- og B-flokkur. Barna, ungl og ungmenna-flokkar. Dagskrá nánar auglýst síðar. Skráningar þurfa að berast til Guðmundar á netfang badboy@simnet.is fyrir miðvikudaginn 18.ágúst n.k. Skráningargjald kr. 1.000,- Gefa þarf upp nafn og kennit knapa og IS-númer hests. ATH! Allir keppnishestar skulu skráðir í Worldfeng og í eigu félagsmanns í Léttfeta.
Opið skeiðmót í 100m skeiði:
Opið skeiðmót í 100m skeiði verður haldið þann 21.ágúst á félagssvæði Léttfeta kl 20:30. Skráning á staðnum og skráningargjald kr. 1.000,-.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.