Fínar aðstæður og opið til níu í kvöld í Tindastólnum

Stemning í Stólnum. MYND AÐSEND
Stemning í Stólnum. MYND AÐSEND

Skiðasvæði Tindastóls opnaði fyrir almenning á slaginu tvö miðvikudaginn 13. janúar eftir langa og stranga kófpásu. Óhætt er að fullyrða að marga hafa verið farið að klæja í skíðahanskana og beðið spenntir eftir skíðaleyfi. Núverandi reglugerð setur þó skíðafólki talsverðar takmarkanir en heimilt að opna skíðasvæðið með 25% afköstum eða aðeins 225 manns.

Starfsmenn í Stólnum benda skíðamönnum á að uppselt getur orðið skíðasvæðið ef mikið er um að vera. Grímuskylda er í miðasölu, hver fjölskylda má fara inn í miðasölu en annars skal sá næsti bíða þangað til leyfi hefur verið gefið til að fara inn. Grímuskylda er á plani, við skála og í upphafi lyftu og í röðum. Veitingasala er lokuð á svæðinu og mælum við með að folk mæti með nesti. Klósett aðstaða er opin.

Sigurður Hauksson, umsjónarmaður skíðasvæðis, tjáði Feyki að nauðsynlegt hafi verið að bæta við starfskrafti til að standast sóttvarnarreglur. „Við höfum fengið Tindastóls-stelpurnar, Jacqueline og Murielle, til liðs við okkur! Við erum bjartsýn á veturinn og eru aðstæður fínar hérna í fjallinu! Í kvöld verður sérstök föstudagsopnun en þar bjóðum við upp á kvöldskíðun til 21:00.“

Frekari upplýsingar má finna á skitindastoll.is>

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir