Finnst þér mygluostar góðir?

Það er ekki bara alþjóðlegi bjór og pítsudagurinn í dag heldur er einnig alþjóðlegi mygluostadagurinn líka. Það eru ekki allir sammála um hvort mygluostar séu góðir eða ekki enda er nafnið á þeim eitt og sér ekkert rosalega sjarmerandi og manni langar yfirleitt ekki að smakka á neinu sem inniheldur orðið mygla, eða er það bara ég?

En þeir sem eru mikið fyrir að prófa eitthvað nýtt ættu að smakka sig áfram því það eru til ótrúlega margar tegundir af mygluostum. Þeir geta verið bæði hvítmygluostar og blámygluostar og eftir því sem þeir eru þroskaðari því bragðmeiri verða þeir. Fyrir þá sem finnst mygluostar góðir hugsa gjarnan um rauðvín eða hvítvín og er einmitt búið að gefa út handbók um hvaða vín fer best með hvaða osti, fróðleg og skemmtileg fyrir allt ostaáhugafólk. 

Hér kemur svo tillaga af einum mygluosti sem væri hægt að bera fram í kvöld til að fanga þessum degi. Uppskriftina fann ég á www.grgs.is 

 

Ofnbakaður brie með mangó chutney
1 stk Brie
2 tsk karrýduft
1 krukka (um 340 g) Mango chutney
1 bolli saxaðar pekanhnetur

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 175°c
  2. Stráið karrýdufti yfir ostinn og á hliðar hans og nuddið því aðeins inn í hann. Látið ostinn í ofnfast mót og hellið mango chutney yfir. Stráið því næst hnetunum yfir ostinn.
  3. Bakið í um 15 mínútur eða þar til osturinn er orðinn mjúkur að innan og hneturnar eilítið gylltar.
  4. Berið fram með baquette eða kexi, vínberjum og sultu.

svo bara að muna að njóta en ekki þjóta

Sigga sigga sigga

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir