Fjölmennur stofnfundur Framfarafélagsins

Frá stofnfundi Framfarafélagsins. Mynd: Róbert Smári.
Frá stofnfundi Framfarafélagsins. Mynd: Róbert Smári.

Fullt var út úr dyrum á stofnfundi Framfarafélagsins, laugardaginn 27. maí. Sigmundur Davíð formaður félagsins boðaði til fundarins og voru fundarmenn nærri 250 talsins. Anna Kolbrún Árnadóttir var fundarstjóri og setti fundinn og Sigmundir Davíð var með ávarp í framhaldinu og Eyþór Arnalds var einnig með erindi. 

Meðal fundarmanna voru Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður, Vigdís Hauksdóttir lögfræðingur og fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, Inga Sæland formaður flokks fólksins og Greta Björg Egilsdóttir varaborgarfulltrúi. Félagið var stofnað í því skyni að leita bestu leiða til að bæta samfélagið og líf allra Íslendinga.
/RSG

Fleiri fréttir