Fjölskylduvænir sumartónleikar á Hólum
Í sumar verður þess minnst á Hólum í Hjaltadal að 400 ár eru liðin frá fæðingu sr. Hallgríms Péturssonar, en hann fæddist að Gröf á Höfðaströnd og ólst upp á Hólum. Í sumar verða guðsþjónustur alla sunnudaga frá 8. júní til 17. ágúst kl. 11.00 Mikill almennur söngur verður í guðsþjónustunum, þekktir sálmar í bland við fjölskyldu- og barnasöngva, allt eftir aldri kirkjugesta hverju sinni.
Í hádeginu verður boðið upp á súpu og salatbar á 1.400 kr. í veitingahúsinu “Undir Byrðunni”, en auk þess verður hádegisverðarmatseðill í boði.
Fjölskylduvænir sumartónleikar á Hólum verða alla sunnudaga frá 15. júní til 17. ágúst kl. 14.00
Flytjendur á tónleikunum eru:
15. júní - Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Hjartarson Söngur og gítar
22. júní - Hallfríður Ólafsdóttir og Ármann Helgason Flauta og klarinett
29. júní - Barokkhátíð
9.júlí - Gunnar Kvaran og Guðný Guðmundsdóttir Cello og fiðla
6. júlí - Benni Hemm Hemm Söngur og gítar
20. júlí - Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir söngur Gítar og fiðla
27. júlí - Alexandra Chernyshova – Sópran. Kevin Kees – Baritón. Irina Petrik - Sópran og Einar Bjartur Egilsson Piano
3. ágúst - Bára Grímsdóttir og Chris Foster Söngur, gítar og langspil
10. ágúst - Maria Cederborg og Enrique Canales Fuentes Flauta, gítar og söngur
18. ágúst - Hólahátíð helguð 400 ára árstíð sr. Hallgríms Péturssonar.
Athygli skal vakin á því að langflestir flytjendurnir eru hjón, en allt er þetta frábært tónlistarfólk.
Aðgangur er ókeypis.
Hóladómkirkja og Auðunarstofa opin alla daga frá kl. 10 til 18, en þá ert stutt bænastund í kirkjunni.
Á Hólum er einnig einstaklega fallegt tjaldsvæði og sundlaugin er opin frá kl. 16:00 til kl. 20:00 alla daga.
Hólahátíð verður haldin hátíðleg 15.-17. ágúst, en dagskrá hátíðarinnar verður mjög fjölbreytt fjölskylduhátíð þar sem barnæsku Hallgríms Péturssonar verður sérstaklega minnst.
Verið hjartanlega velkomin heim að Hólum á 400 ára fæðingarafmæli sr. Hallgríms Péturssonar.
/Fréttatilkynning