Flottur leikur þrátt fyrir tap
Föstudaginn 9.júlí mættust Keflavík - Tindastóll/Neisti á glænýjum og flottum Keflavíkurvelli. T/N byrjaði leikinn mjög vel og stjórnaði leiknum fyrsta hálftímann eða þar til að heimastúlkur skoruðu mark og þá var eins og allur vindur væri úr T/N. Fljótlega eftir markið bætti Keflavík við öðru marki og staðan 2-0. Voru T/N heppnar að vera ekki meira undir í hálfleik en Tóta hélt liðinu á floti, með stórleik í markinu.
Í seinni hálfleik stjórnaði T/N leiknum frá upphaf. Liðið þétti vörnin og fékk margar góðar sóknir til að skora mark en inn vildi boltinn ekki. Þegar um 8 mínútur eru eftir af leiknum skorar Keflavík þriðja markið gegn gangi leiksins. Markið kom eftir aukaspyrnu og fátt markvert gerðist eftir það.
Þessi leikur var virkilega góður hjá T/N og áttu stúlkurnar allar mjög góðan leik. Það er gífurlega svekkjandi að hafa ekki fengið a.m.k. stig út úr leiknum, því það átti liðið svo sannarlega skilið. En stúlkurnar ætla að taka það góða úr leiknum, sem var mjög margt og mæta klárar á þriðjudaginn er T/N mætir liði Völsungs.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.