Fólk smitast ekki af riðu í sauðfé svo vitað sé

Matvælastofnun hefur að gefnu tilefni vakið athygli á því að riða í sauðfé smitast ekki í fólk, eins og fram kemur á upplýsingasíðu um riðuveiki á vef stofnunarinnar. Þar eru m.a. upplýsingar um eðli smitefnisins, einkenni veikinnar, smitleiðir og til hvaða aðgerða er gripið þegar smit greinist. Þar kemur fram að engar vísbendingar séu um að fólki stafi hætta af snertingu við riðusmitað fé né neyslu afurða þess, svo sem kjöts, innmatar og mjólkur. Hvorki neytendur né fólk sem starfar á sauðfjárbúum eða í sláturhúsum er í hættu vegna riðuveiki í sauðfé. 

„Mikill árangur hefur náðst í baráttunni við riðuveiki en betur má ef duga skal. Ein ástæða þess að baráttan er erfið er sú hver smitefnið er lífseigt. Með breyttum áherslum riðusýnasöfnunar þar sem áhersla er lögð á að ná í sýni af kindum sem drepast eða er slátrað vegna sjúkdóma eða slysa, aukast líkur á að greina riðutilvik fyrr en ella. Meðvitund og skilningur á smitleiðum eru lykilatriðið við útrýmingu á riðuveiki,“ segir á MAST.is.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir