Forðist eftirlíkingar
Að ógefnu tilefni vill Herra Hundfúll koma því á framfæri að hann (Herra Hundfúll) og Herra Hnetusmjör eru ekki sami maðurinn.
Fleiri fréttir
-
Helgi Rafn segir Stóla skora nóg og vörnin að smella – Grannaslagur á morgun
Það gengur á ýmsu hjá karlaliði Tindastóls í körfuboltanum, þéttskipuð leikjadagskrá, tómar áhorfendastúkur, ósigrar á heimavelli, vont ferðaveður og flughálir þjóðvegir. Ekki var hægt að ferðast til Egilsstaða sl. sunnudag vegna ófærðar svo leik Stóla og Hattar var frestað um einn dag. Á leiðinni austur vildi ekki betur til en svo að Tindastólsrútan endaði utan vegar og var leiknum af þeim sökum frestað um þrjú korter. Sem betur fer fór hún ekki á hliðina og tjónið því ekkert.Meira -
Bjargráðasjóður greiðir styrki
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 27.01.2021 kl. 10.56 frida@feykir.isBjargráðasjóður hefur greitt 442 milljónir króna í styrki vegna mikils kal- og girðingatjóns veturinn 2019-2020. Mikið tjón varð á ræktarlandi og girðingum á tímabilinu og því hafði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, frumkvæði að því að sjóðnum yrðu tryggðar 500 milljónir til að koma til móts við bændur og það tjón sem þeir urðu fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.Meira -
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 27.01.2021 kl. 09.51 frida@feykir.isÁrið 2020 fór ferðaþjónustan aftur um tíu ár í tölum um fjölda erlendra ferðamanna á landinu. Áhrifin eru gríðarleg og ljóst er að stórt skarð hefur verið höggvið í ferðaþjónustuna sem enginn veit hversu langan tíma tekur að koma á réttan stað á ný. Settar hafa verið fram spár um að í ár komi um 900 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands en ljóst er að miðað við stöðu heimsfaraldurins eru þær spár ekki líklegar til að ganga eftir. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé tilbúin að fara af stað aftur með litlum fyrirvara þá má gera ráð fyrir að endurreisnin gangi hægar fyrir sig en áætlað hefur verið. Það er því ennþá nauðsynlegt að stjórnvöld horfi með opnum huga á möguleika til stuðnings við ferðaþjónustuna til að tryggja það að nægileg þjónusta verði í boði á öllu landinu þegar heimurinn opnast á ný.Meira -
Hafnarsvæðið á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Á Facebooksíðu embættisins kemur fram að myndast hefur stór sprunga í snjóalög ofan við húsnæði Vesturfarasetursins.Meira -
Söfnun vegna kaupa á líkbíl
Þann 21. desember síðastliðinn færðu eigendur Steypustöðvar Skagafjarðar ehf. Kiwanisklúbbnum Drangey eina milljón króna að gjöf vegna söfnunar klúbbsins fyrir nýjum líkbíl handa sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju til minningar um Pálma Friðriksson.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.