Forvarnaráætlun Norðurlands vestra fær styrk til að efla farsæld barna
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur veitt styrk til verkefnisins Forvarnaráætlun Norðurlands vestra – FORNOR, sem hluta af aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna og til að auka farsæld þeirra þetta kemur fram á vef SSNV.
Markmið verkefnisins er að festa forvarnaráætlunina í sessi á Norðurlandi vestra, tryggja samræmt forvarnarstarf milli skólastiga og sveitarfélaga og efla þá þætti sem nú þegar eru í góðum farvegi. Meðal áherslna eru heilsuefling, vinátta, forvarnir gegn einelti og ofbeldi, örugg netnotkun og aukin fræðsla til barna, foreldra og fagfólks.
Verkefnið byggir á víðtæku samstarfi sveitarfélaga, skóla, foreldra, heilsugæslu, lögreglu og félagsþjónustu.
Stefnt er að því að forvarnaráætlunin verði samþætt varanlega inn í starfsemi leik-, grunn- og framhaldsskóla á svæðinu til að tryggja sjálfbærni og langtímaávinning.