Blása til aukatónleika
Miðasala á Áramótatónleika Heimismanna þann 28. des. næstkomandi hefur gengið vonum framar og nú um helgina var komin upp sú staða að það var orðið uppselt á tónleikana.
„Við brugðumst því snöggt við og blésum til aukatónleika sama dag, kl. 16:00. Við erum að sjálfsögðu í skýjunum með þann mikla áhuga sem fólk sýnir þessum tónleikum, og með því að halda þessa aukatónleika kl. 16:00 vonumst við til þess að allir komist að,“ segir Atli Gunnar formaður Heimis.
Hægt verður að nálgast miða á aukatónleikana í forsölu á N1 á Sauðárkróki, Olís Varmahlíð og KS Hofsósi – og nú er að stökkva til og tryggja sér miða – ef einhver á eftir að kaupa síðustu jólagjöfina þá er tækifærið núna! Einnig er hægt að panta miða á Facebook síðu kórsins.
