Jólaböllin árlegu

Við höldum okkur við jólahefðirnar og nú eru það jólaböllin sem mörgum finnst ómissandi partur af jólum og verður heldur betur hægt að skella sér á jólaball um þessi jólin og sennilega eiga einhverjir sitt uppáhalds ómissandi jólaball.

Við samantekt blaðamanns hefur komið í ljós að þrjú jólaböll verða í boði í Skagafirði 27.desember nk.og eiga þau það öll sameiginlegt að byrja klukkan 14. Fyrst ber að nefna jólaball Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps í Árgarði, kaffiveitingar í boði kvenfélagsins og jólasveinarnir mæta á svæðið.

Kvenfélag Rípurhrepps verður með jólaball í Félagsheimilinu í Hegranesi og einnig verður jólaball í Höfðaborg á Hofsósi. Áður auglýstur tími var 28. en það leiðréttist hér með.

Kvenfélagið Freyja verður með jólaball í Víðihlíð klukkan 14 þann 27. desember.

Jólaball Lionsklúbbs Sauðárkróks og Bjarkarinnar verður haldið í sal Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki sunnudaginn 28.desember klukkan 16. Nemendur 10.bekk Árskóla syngja og dansa við jólatréð við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar og jólasveinar og glaðningur.

Þennan dag 28. desember nk. verður jólaball kvenfélags Svínavatnshrepps í félagsheimilinu á Blönduósi klukkan 14. Séra Edda Hlíf verður með jólahugvekju. Sungið og dansað í kringum jólatréð, jólasveinar og glaðningur. Heitt súkkulaði með rjóma, mjólk og kaffi í boði, fólk er beðið að koma með góðgæti á kaffihlaðborð.

 

 

Fleiri fréttir