Litrík veðurkort næstu daga
Veðurkortin eru ansi litrík næstu daga, kannski ekki jólalegasta veðrið- rok og rigning en nú er vakin athygli á slæmri veðurspá fyrir Þorláksmessu fram til Jóladags.
Spáð er sunnan hvassviðri og tekur gul veðurviðvörun í gildi kl.18.00 á Þorláksmessu og fer svo í appelsínugula viðvörun seinnipart aðfangadags sem að gildir fram eftir kvöldi. Reiknað er með að veður fari ekki að ganga niður fyrr en aðfaranótt jóladags.
Svona lítur spáin út á vef Veðurstofunnar fyrir Strandir og Norðurland vestra
Sunnan hvassviðri eða stormur (Gult ástand)
23 des. kl. 18:00 – 24 des. kl. 08:00
Sunnan 15-23 m/s, vindhviður geta farið yfir 30 m/s við fjöll. Vindur getur verið varasamur fyrir ökutæki, einkum þau sem eru viðkvæm fyrir vindi. Lausamunir geta fokið.
Sunnan stormur eða rok (Appelsínugult ástand)
24 des. kl. 08:00 – 15:00
Sunnan 18-28 m/s, vindhviður geta farið yfir 40 m/s við fjöll. Hættulegt að ferðast vegna vinds, sérílagi fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Lausamunir eru líklegir til að fjúka og staðbundið foktjón mögulegt.
Sennilega ekki hægt að segja það nógu oft, förum varlega - reynum að vera ekki á ferðinni að óþörfu nema skoða veður vel og passa lausamuni.
