Fræðsludagur skólanna í dag
Í dag verður fræðsludagur skólanna haldinn í Miðgarði, en þá kemur starfsfólk allra skóla Sveitarfélagsins Skagafjarðar saman og fjallar um ýmis málefni sem mikilvæg eru í starfi skólanna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur dagur er haldinn og er markmiðið að auka tengsl og kynni á milli skólastiga og skólagerða.
Jafnframt er markmiðið að gefa starfsfólki færi á að kynna öll þau fjölmörgu og spennandi verkefni sem unnið er að í skólunum. Dagskráin hefst með kynningu á fræðsluþjónustunni, síðan mun Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur, fjalla um samskipti og samvinnu með áherslu á hvernig hægt er að auka samstarf á milli skólastiga og loks verða 16 málstofur þar sem starfsfólk skólanna kynnir ýmis þróunarverkefni sem unnin eru í skólum Skagafjarðar.
Miðgarður verður þétt setinn í dag, því gert er ráð fyrir að rúmlega 200 starfsmenn skólanna mæti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.