Fræðslufundur með Jóni Jónssyni á Sauðárkróki

Tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Jón Jónsson.
Tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Jón Jónsson.

Tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn, Jón Jónsson, verður með fræðslufund á morgun, 25. apríl, um fjármál fyrir ungt fólk, í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Jón mun væntanlega fara yfir þessi mikilvægu mál á léttu nótunum en fundurinn hefst kl. 19:30.

Samkvæmt tilkynningu frá Arion banka fer Jón yfir hvernig peningar virka, mikilvægi þess að setja sér markmið og hvernig hægt er að láta peninginn endast aðeins lengur. Efnið er byggt á bókinni Ferð til fjár eftir Breka Karlsson, forstöðumann Stofnunar um fjármálalæsi.

Hægt er að skrá sig HÉR.

Boðið verður upp á rútuferðir frá Kaupfélaginu á Hofsósi og Kaupfélaginu í Varmahlíð kl. 18:30.

Allir velkomnir.

Fleiri fréttir