Frændur og frænkur í stærðfræðikeppni FNV

Úrslitakeppni í stærðfræðikeppni FNV og 9. bekkjar á Norðurlandi vestra fer fram í Bóknámshúsi FNV, laugardaginn 24. apríl kl. 11:00 – 13:00. Þrír nemendur Höfðaskóla á Skagaströnd koma úr sömu ættinni.

Keppendurnir þrír heita Erna Ósk Björgvinsdóttir, Indriði Theodór Hjaltason og Ingvar Páll Hallgrímsson og eru allir komnir út frá hjónunum Þorvaldi Bjarnasyni frá Víkum á Skaga og Sólveigu Oddsdóttur frá Kálfshamri á Skaga í 4. og 5. ættlið. Hægt er að nálgast ættarré HÉR. 

Alls munu 16 nemendur taka þátt í úrslitakeppninni en úrslit verða tilkynnt og verðlaun afhent  kl. 15:00 sama dag í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki á sýningunni SKAGAFJÖRÐUR - Lífsins gæði og gleði. sem er atvinnu- mannlífs- og menningarsýning í Skagafirði. Allir keppendur í úrslitakeppninni fá viðurkenningu og vegleg verðlaun verða veitt fyrir efstu sætin.

Fleiri fréttir