Framkvæmdum við sundlaug miðar vel áfram

Framkvæmdum við sundlaugina á Blönduósi miðar vel en á dögunum var ákveðið að semja við Stíganda um smíði á skápum í búningsklefana.

Þá var samþykkt að miða við að hafa eitt hlið sem stýrir aðgangi auk þess sem sérstöku hliði verður komið fyrir fyrir fatlaða. Á dögunum lauk lagfæringu á eldra andyri fyrir utan að þar á eftir að setja upp innfelld ljós.

Gert er ráð fyrir að taka sundlaugina í notkun í sumar.

Fleiri fréttir