Framleiðsla matar fyrir Ársali boðin út
feykir.is
Skagafjörður
23.08.2010
kl. 09.48
Fræðslunefnd Skagafjarðar hefur samþykkt fyrir sitt leyti tillögu þess efnis að áfram verði samið við Videosport ehf. - Ólafshús um framleiðslu matar fyrir yngra stig leikskóla á Sauðárkróki en að framleiðsla matar fyrir eldra stigið verði boðið út til eins árs til þeirra tveggja aðila sem hafa séð um framleiðslu matar fyrir skólana á Sauðárkróki.
Yngra stigið er til húsa í Glaðheimum og munu börnin þar því halda áfram með óbreyttan matseðil ef svo má að orði komast en Videosport ehf. og Skagfirskur matur munu bjóða í framleiðslu á mat fyrir hinn nýja leikskóla Ársali. Skagfirskur matur sér um mat fyrir nemendur í Árskóla.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.