Frjálsíþróttaskóli UMFÍ á Sauðárkróki í sumar

Frjálsíþróttaskóli verður starfræktur fyrir ungmenni 11-18 ára af Ungmennafélagi Íslands. Skólinn verður á Sauðárkróki daganna 19-23 júlí, og einnig á sjö öðrum um allt land en á misjöfnum tíma.

Ungmennin koma saman á hádeigi á mánudagi en skólanum lýkur á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennnslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra í þrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Ungmennin borga 15.000 krónur í þátttkugjald en innifalið í verðinu er kannsla, fæði og gisting alla dagana. Þátttaka ungmenna í skólanum hefur aukist umtalsvert milli ára og undirstrikar að skólinn er ákjósanlegur vettvangur til að kynna og breiða út frjálsar íþróttir á Íslandi. Skólinn gegnir mikilvægu hlutverki í að upplýsa ungmenni um ágæti íþróttaiðkunar og styðja fjölmargar rannsóknir þá fullyrðingu að ungmenni sem stunda íþróttir leiðast síður út í óreglu síðar á lífsleiðinni. Einning er þetta gott tækifæri fyrir ungmenni að kynnast hvort öðru og auka hæfni sína í mannlegum samskiptum.

Ísak Óli Traustason vann fréttina

Fleiri fréttir