Gæðablóð fjölmenni á N1 - Blönduósi
Blóðbankabíllinn heldur för sinni áfram og verður á Blönduósi í dag. Nú eru öll gæðablóð á Blönduósi og nágrenni hvött til að taka sér tíma og leggja sitt af mörkum til að tryggja blóðbyrgðir bankans en eins og slagorð blóðbankans segir, þá er blóðgjöf lífgjöf!
Blóðbankabíllinn verður við N1 frá kl. 14:00 – 17:00 og eru blóðgjafar minntir á að hafa skilríki meðferðis.
