Gæðingamót Þyts og Neista á laugardaginn

Sameiginlegt gæðingamót Þyts og Neista verður á laugardaginn kemur. Mynd: 123.thytur.is
Sameiginlegt gæðingamót Þyts og Neista verður á laugardaginn kemur. Mynd: 123.thytur.is

Sameiginlegt gæðingamót Þyts og Neista verður haldið á Blönduósi 13. ágúst nk. Þá verður opið íþróttamót Þyts haldið á Hvammstanga 19.-20. ágúst næstkomandi.

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka: A-flokk gæðinga, B-flokk gæðinga, B-flokk áhugamanna, ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu), unglingar (14-17 ára á keppnisárinu), börn (10-13 ára á keppnisárinu), 100m skeið, 250 m brokk og pollaflokk (9 ára og yngri á árinu).

Skráning er í gegnum mótasíðu Sportfengs. Lokaskráningardagur er miðnætti þriðjudaginn 9.ágúst. Skráning polla sendist á netfangið thytur1@gmail.com. Skráning í B flokk áhugamanna verður þannig að knapar skrá sig í B-flokk gæðinga og senda tölvupóst á thytur1@gmail.com til að láta vita að þeir ætli að skrá sig í áhugamannaflokkinn.
Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 3.500 kr. fyrir börn og unglinga 2.500 kr. Í kappreiðunum er skráningargjaldið 2.000 krónur á hest. Skráningargjöld greiðast inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 um leið og fólk skráir í gegnum skráningakerfið og viðkomandi keppandi fer þannig inn á ráslista.
Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst. Mótanefnd auglýsir eftir aðstoð við ýmis störf á mótinu, en framkvæmd mótsins veltur alfarið á góðum stuðningi félagsmanna.

Fréttatilkynning


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir