Gæran tónlistarhátið 2010

 

Gæran er  tónlistar hátíð sem verður haldin á Sauðárkróki 13. og 14. ágúst. við hjá Feyki.is slógum á þráðinn til Stefáns Friðriks Friðrikssonar og spurðum hann að nokkrum spurningum um hátíðina.

 Stefán sagði að það yrðu um 15-20 hljómsveitir sem spila munu allskyns tónlist allt frá rokki og ról yfir í slakandi klassík.

Aðspurður um hverjir væru að skipuleggja þessa hátíð að auk hans væru það þau Ragnar Pétursson, Sigurlaug Vordís, Helgi Sæmundur og  Sigfús Arnar Benediktsson. Þessi hópur stefnir að því að tónlistarhátíðin verði fyrir alla unga sem aldna.

Hvert eiga þeir sem vilja spila á gærunni að snúa sér ? –Það er hægt að hafa  samband á samskiptavefnum  Facebook , eins erum við með netfang sem er hægt að hafa samband við okkur.

Þarf að panta miða, ef svo er fyrir hvaða dag ? -Já miðasala opnar  í byrjun júní og verður opin alveg þar til það verður uppselt eða alveg  fram að hátíðinni.

Verður bara spiluð tónlist eða verður önnur afþreying?- Það sem  fylgir miðanum  er frítt í sund og þrjár íslenskar heimildarmyndir um íslenska tónlistarmenn í bíó.

Feykir.is þakkar Stefáni fyrir gott spjall og þakkaði fyrir þær upplýsingar.

Sigvaldi Helgi Gunnarsson vann fréttina.

Fleiri fréttir