Gamla pósthúsið óselt

Enn hefur ekki borist tilboð í gamla pósthúsið á Sauðárkróki sem þykir ásættanlegt til sölu. Stendur það því tómt og bíður þess að einhver bjóði hærra eða vilji leigja það.

Í húsið sem skiptist í 2 eignarhluta, afgreiðslu og skrifstofuhúsnæði annars vegar og íbúð hinsvegar hafa komið fjögur tilboð í mismunandi eignarhluta en þau hafa ekki verið talin ásættanleg.

Afgreiðslu og skrifstofuhúsnæðið er á tveimur hæðum alls 310 fermetrar en íbúðin sem er á annari hæð er 112 fermetrar.

Brunabótamat eignarinnar er kr.75.350.000,- og fasteignamat er kr. 28.605.000,- s.kv. útboðsgögnum.

Samkvæmt vef Ríkiskaupa hljóðar hæsta tilboð frá Hreini Sigurðssyni upp á kr. 30.050.000.- en það féll úr gildi 9. júlí s.l. þar sem ekki tókst að fjármagna kaupin og hann hætti við.

Fleiri fréttir