Ganga stjórnlaust um hverasvæðið á Hveravöllum

Í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunnar um ástand Friðlýstra svæða kemur fram að brýnt sé að gríma til aðgerða á ýmsum svæðum en þau svæði sem lenda á rauðum lista þar sem tafarlausar aðgerðir eru taldar nauðsynlegar, eru Dyrhólaey, Friðland að Fjallabaki, Grábrókargígar, Gullfoss, Geysir, Helgustaðanáma, Hveravellir, Reykjanesfólkvangur, Surtarbrandsgil og Teigarhorn.

Bent er á skýrslunni að aðkoma Hveravöllum sé ekki góð, öryggismálum sé ábótavant og verndaráætlun sé ekki til. Mjög mikið álag sé á Hveravallasvæðinu og víða liggi það undir skemmdum. Fólk reyni að komast sem næst hverunum og gangi stjórnlaust um allt hverasvæðið

Fleiri fréttir